Valeska ehf. var stofnað í október árið 2009. Meginstarfsemi fyrirtækisins er löndunarþjónusta og frá upphafi hefur stærsti viðskiptavinur þess verið Samherji hf. Þar að auki sér Valeska um landanir úr þeim fiskiskipum sem landa á Dalvík og Akureyri.
Valeska hefur lagt mikið upp úr því að sérsníða löndunarferlið að hverju skipi fyrir sig og gæta fyllsta öryggis við hverja löndun. Valeska í samstarfi við Samherja hf. og Hamar ehf. kynnti til sögunnar „Kristjánsbúrið“ sem var bylting í öryggisbúnaði í löndunum.
Í október 2013 keypti Valeska Fiskmarkað Norðurlands. Með kaupum á Fiskmarkaði Norðurlands verða til enn frekari tækifæri á hagræðingu og samnýtingu starfsmanna og tækja.
Auk þess að starfa sem löndunarþjónusta, bæði á Dalvík og Akureyri, er Valeska með starfandi brettasmiðju og timburendurvinnslustöð að Réttarhvammi 3 á Akureyri. Brettasmiðja Valeska framleiðir vörubretti til flutninga í matvælaiðnaðinum og býður upp á bretti í allskonar stærðum og gerðum. Valeska býður meðal annars upp á frystibretti í eftirfarandi stærðum:
Samhliða brettasmíðinni hefur Valeska farið út í endurvinnslu á timbri sem fellur til hjá fyrirtækinu og viðskiptavinum þess. Við framleiðslu eru notaðar vélar frá Hollandi til að endursmíða bretti úr því timbri sem er í lagi. Annað timbur er kurlað og pressað í köggla sem hafa til dæmis verið notaðir sem undirlag í hesthúsum.
Kristjánsbúrið er sérhæfður búnaður til löndunar á fiskikörum, hannaður í samstarfi Samherja og Valeska á Dalvík. Búnaður þessi er framleiddur samkvæmt ströngustu kröfum af Hamrar ehf. og markaðssettur af Sæplast ehf.
Búnaðurinn fyrirbyggir slysahættu sem skapast hefur þegar karastæður hrapa við hífingu til eða frá borði. Helstu kostir Kristjánsbúrsins eru:
Kynningarmyndband á ensku um Kristjánsbúrið eða "SAFE2LAND"
Hlekkurinn opnast á Youtube.com
Starfsmaður | Starfsheiti | Sími | Netfang |
---|---|---|---|
Agnieszka Dorota Gorajek | verkamaður | ||
Anton Sigurðsson | tækjamaður | 663 6877 | |
Arnór Óðinn Björnsson | verkstjóri brettasmiðja | 869 1521 | arnor@valeska.is |
Aron Birkir Óskarsson | markaðs og tæknisvið | aron@valeska.is | |
Aron Daníel Hjartarson | verkamaður | ||
Daniel Sam Harley | tækjamaður | 699 6150 | londun@valeska.is |
Gestur Kristján Jónsson | tækjamaður | 820 1085 | londun@valeska.is |
Guðmundur Halldórsson | tækjamaður | 776 7118 | londun@valeska.is |
Gunnar Guðmannsson | viðhaldsdeild | 840 7906 | gunnargud@valeska.is |
Hilmir Freyr Halldórsson | verkstjóri löndun Dalvík | 840 7914 | himmi@valeska.is |
Ísak Einarsson | tækjamaður | ||
Jaroslaw Grzegorz Laskowski | verkamaður | ||
Jóhannes Árnason | tækjamaður | 840 7917 | joi@valeska.is |
Jón Álfgeir Sigurðarson | tækjamaður | 840 7901 | jon@valeska.is |
Kamil Gorajek | verkamaður | ||
Karen Lena Óskarsdóttir | fjármálastjóri | karen@mark.is | |
Magnús Árnason | verkefnastjóri | 840 7902 | maggi@valeska.is |
Óskar Óskarsson | framkvæmdastjóri | 840 7907 | oskar@valeska.is |
Rúnar Jóhannesson | verkamaður | ||
Salvar Rósantsson | tækjamaður | ||
Sigfús Heiðarsson | framleiðslustjóri timburdeild | 840 7916 | sigfus@valeska.is |
Stefán Bragi Þorgeirsson | verkstjóri löndun Akureyri | 840 7913 | stefan@valeska.is |
Atvinnuumsóknir skulu sendast á: maggi@valeska.is
Job applications can be sent to: maggi@valeska.is
Valeska ehf. 2018 - Hafa Samband - Vefstjóri