Forsíða
Fyrirtækið
Þjónusta
Kristjánsbúrið Hafa samband Þjónustugátt

Um Valeska

Valeska ehf var stofnað á Dalvík í október 2009 af Óskari Óskarssyni og Lilju Björk Ólafsdóttur.
Félagið var upphaflega stofnað til að sinna löndunarþjónustu úr togurum Samherja á Eyjafjarðarsvæðinu og í framhaldi var farið að smíða vörubretti til að útvega starfsmönnum löndunar auka vinnu.


Árið 2011 tók Valeska við löndunum úr togurum Útgerðarfélags Akureyringa á Akureyri og sama ár tók félagið einnig að sér að sjá um frystilandanir úr togurunum Oddeyrinni og Snæfelli fyrir Samherja.


Árið 2014 taka Valeska og Samherji yfir rekstur Fiskmarkaðs Dalvíkur og reka hann í dag undir nafni Fiskmarkaður Norðurlands með starfsstöðvar á Dalvík, Grímsey, Árskógsströnd, Hrísey, Akureyri og Hafnarfirði.


Árið 2019 eignast Valeska fyrirtækið PE plastsuða ehf en það fyrirtæki sér um viðgerðir á fiskikerjum úr plasti. Í framhaldi var gerður samstarfssamningur við iTub um að sjá um allar viðgerðir á þeim fiskikerjum sem iTub leigir út hér á landi.


Árið 2020 eignast eigendur Valeska fyrirtækið Löndun ehf en það fyrirtæki hafði áður séð um megnið af þeirri löndunarþjónustu sem veitt er á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Reykjavík og Hafnarfirði.


Árið 2021 eignast eigendur Valeska fyrirtækið Vörubretti ehf, rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem var í vörubrettaframleiðslu ásamt því að vera í timburinnflutningi, bæði á brettaefni og einnig í innflutningi á harðvið fyrir álfyrirtækið RioTinto.


Árið 2021 voru svo félögin Löndun, Vörubretti og Valeska sameinuð undir kennitölu og nafni Valeska.


Megin starfsemi fyrirtækisins er ennþá löndunarþjónusta en auk þess rekur fyrirtækið öfluga brettasmíði á Dalvík og í Hafnarfirði þar sem áhersla er lögð á endurnýtingu á öllu því hráefni sem hægt er að nýta.


Fyrirtækið er með starfsstöðvar á eftirtöldum stöðum:


Ránarbraut 4 á Dalvík – löndunarþjónusta, karaviðgerir og brettasmíði

Ránarbraut 1 á Dalvík – timburendurvinnsla

Fiskitangi á Akureyri - löndunarþjónusta

Kjalarvogur 21 Reykjavík – löndunarþjónusta

Óseyrarbraut 6 Hafnarfirði – brettaframleiðsla og timburendurvinnsla

Hafnargata 1 Hafnarfirði - löndunarþjónusta

Starfsmenn

Í dag starfa um 60 starfsmenn hjá Valeska og eru helstu stjórnendur eftirtaldir:


Starfsmaður Starfsheiti Sími Netfang
Óskar Óskarsson framkvæmdastjóri 840 7907 oskar@valeska.is
Magnús Árnason rekstrarstjóri Akureyri/Dalvík 840 7902 maggi@valeska.is
Ingvar Sæbjörnsson rekstrarstjóri timburframleiðsla 840 7901 ingvar@valeska.is
Þorsteinn Gunnlaugsson rekstrarstjóri löndun 896 4843 thorsteinn@valeska.is
Stefán Bragi Þorgeirsson verkstjóri löndun | viðhald 840 7913 stefan@valeska.is

Nafnið

Valeska ehf dregur nafn sitt af allstóru tréskipi sem Þorsteinn og Sigurður Páll Jónssynir (bræður Petrínu Þórunnar ömmu Óskars) keyptu á Akureyri laust fyrir 1930. Þeir drógu skipið á þann stað á Dalvík sem þeir töldu vænlegan til útgerðar og þar var því strandað og efnið nýtt í bryggju. Skip þetta hét Valeska og með þessari framkvæmd var stigið stórt spor í átt til varanlegrar bryggjugerðar á Böggvisstaðasandi.
Á kambinum þarna fyrir ofan byggði Þorsteinn verbúðir og fiskhús ásamt góðri aðstöðu fyrir aðra starfsemi tengda útgerðinni.

Brettasmiðja

Brettasmiðja

Auk þess að starfa sem löndunarþjónusta, bæði á Dalvík og Akureyri, er Valeska með starfandi brettasmiðju og timburendurvinnslustöð að Réttarhvammi 3 á Akureyri. Brettasmiðja Valeska framleiðir vörubretti til flutninga í matvælaiðnaðinum og býður upp á bretti í allskonar stærðum og gerðum. Valeska býður meðal annars upp á frystibretti í eftirfarandi stærðum:

Endurvinnsla

Endurvinnsla

Samhliða brettasmíðinni hefur Valeska farið út í endurvinnslu á timbri sem fellur til hjá fyrirtækinu og viðskiptavinum þess. Við framleiðslu eru notaðar vélar frá Hollandi til að endursmíða bretti úr því timbri sem er í lagi. Annað timbur er kurlað og pressað í köggla sem hafa til dæmis verið notaðir sem undirlag í hesthúsum.

Kristjánsbúr

Kristjánsbúrið

Kristjánsbúrið er sérhæfður búnaður til löndunar á fiskikörum, hannaður í samstarfi Samherja og Valeska á Dalvík. Búnaður þessi er framleiddur samkvæmt ströngustu kröfum af HD ehf. og markaðssettur af Sæplast ehf.


Búnaðurinn fyrirbyggir slysahættu sem skapast hefur þegar karastæður hrapa við hífingu til eða frá borði. Helstu kostir Kristjánsbúrsins eru:

Kynningarmyndband á ensku um Kristjánsbúrið eða "SAFE2LAND"

Hlekkurinn opnast á Youtube.com


Starfsmenn

Atvinnuumsókn | Job Application

Ef umsóknin opnast ekki hér fyrir neðan má opna hana í öðrum flipa hér: valeska.is/umsokn

If the application does not open below, you can open it in another tab here: valeska.is/umsokn


Hafa samband

Valeska ehf.

Ránarbraut 1, 620 Dalvík

464 7910

valeska@valeska.is

Valeska ehf.